Föstudagskvöldið 17. ágúst kl. 20.00-22.00 verður hátíð í Ólafsfjarðarkirkju þegar Bjarni Frímann Bjarnason kemur fram ásamt Kristjáni Jóhannssyni tenórsöngvara, Ólöfu Sigursveinsdóttur sellóleikara, Eyjólfi Eyjólfssyni tenórsöngvara og Veru Panitch fiðluleikara. Hér verður brugðið út af vananum með galakvöldi og reidd fram hver krásin á fætur annarri af gnægtaborði tónbókmenntanna.
Kristján Jóhannsson flytur meðal annars hina frægu aríu „Vesti la giubba“ eftir Leoncavallo og hina ástsælu „Gígjan“ eftir Sigfús Einarsson. Á tónleikunum hljómar einnig hin fagra ,,Arpeggione” sónata eftir Schubert í flutningi Ólafar Sigursveinsdóttur og Bjarna Frímanns. Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur ennfremur sjaldheyrð þjóðlög úr ranni Haydns þar sem píanótríó Veru, Ólafar og Bjarna fær að njóta sín. Einn af hápunktum kvöldsins verður vafalaust þegar Bjarni leikur einleik á slaghörpuna í Ólafsfjarðarkirkju.
Miðaverð: 3.500 kr. / Frítt fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri
Hátíðarpassi Berjadaga: 7.000 kr. (allir viðburðir)
Miðasala: midi.is, á tix.is og við inngang Ólafsfjarðarkirkju
/ The Blueberry Festival Gala Evening
There will be a feast in Ólafsfjörður Church on Friday August 17th when Bjarni Frímann Bjarnason performs with tenor Kristján Jóhannsson, cellist Ólöf Sigursveinsdóttir, tenor Eyjólfur Eyjólfsson and violinist Vera Panitch. This extraordinary gala evening exhibits several delicacies from the abundant riches of the musical repertoire.
Kristján Jóhannsson performs among other works the famous aria ˮVesti la giubba“ by Leoncavallo and the beloved ˮGígjan“ by Sigfús Einarsson. The concert also features the beautiful sonata ˮArpeggione“ by Schubert performed by Ólöf Sigursveinsdóttir and Bjarni Frímann. In addition, Eyjólfur Eyjólfsson sings lesser known folksongs by Haydn with the piano trio of Vera, Ólöf and Bjarni Frímann. One of the highlights of the evening is Bjarni Frímann´s solo performance on the Ólafsfjörður Church piano.
Ticket price: 3.500 kr. / Free entrance for children up to 18 years of age
Berjadagar Festival Pass: 7.000 kr. (all events)
Ticket sales: midi.is, tix.is and at the entrance of Ólafsfjörður Church
Frétt: aðsend