Ljóðahátíðin Haustglæður heldur áfram sunnudaginn 16. október, kl. 16.00 þann dag verður dagskrá um skáldin Stein Steinarr og Stefán frá Hvítadal á Ljóðasetrinu.

Það er bræðurnir Þórarinn og Elfar Logi Hannessynir sem munu flytja þessa dagskrá í tali og tónum, dagskrána fluttu þeir áður í Steinshúsi sl. sumar. Frítt inn og allir velkomnir.

Kómedíuleikhúsið sýnir svo sitt nýjasta verk, Tindátana, fyrir nemendur í 1. – 5. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar á þriðjudagsmorgun. Þetta er spennandi skuggabrúðuleiksýning sem unnin er upp úr samnefndum ljóðabálki Steins Steinarrs og talar sérlega vel inn í nútímann. Rammi hf býður upp á þessa sýningu fyrir börnin.

Það eru Ungmennafélagið Glói og Ljóðasetur Íslands sem standa saman að hátíðinni.

Mynd/ samansett úr myndum af facebooksíðu Ljóðaseturs Íslands