Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Dagurinn er tilvalinn til hópeflis fyrir fyrirtæki eða hjá hópum og félagið hvetur til þess að fólk sendi skemmtilegar og bleikar myndir á bleikaslaufan@krabb.is sem birtar eru á Facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Einnig er hægt að merkja myndir #bleikaslaufan á samfélagsmiðlum.

Í netverslun Krabbameinsfélagsins er hægt að kaupa Bleiku slaufuna og þar er einnig fjölbreytt og skemmtilegt úrval gjafavara. Allur ágóði af sölu vara rennur til Krabbameinsfélagsins.

Vefur bleiku slaufunnar