Í gær, 12. október 2022, hlaut Fjallabyggð viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri tók við viðurkenningunni við hátíðlega athöfn á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar og viðurkenningarathöfn.

Það er Félag kvenna í atvinnulífinu ásamt samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, RÚV og Pipar/TBWA sem halda nú í fimmta sinn ráðstefnu um jafnréttismál kynjanna.

59 fyrirtæki, 6 sveitarfélög og 11 opinberir aðilar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2022.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi við forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Ríkisútvarpið og PiparTBWA. Verkefninu var komið á fót árið 2017 og hefur náð að festa sig í sessi sem mikilvægur þáttur í því að vekja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum.

Eins og fram kemur á vef verkefnisins er tilgangur þess að:

  • auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi
  • virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir
  • veita viðurkenningar og draga fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar
  • standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til hugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis
  • taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðu

Jafnvægisvogin

Fréttatilkynning JV 2022