Laugardaginn 21. september stóð Markaðsstofa Ólafsfjarðar fyrir hausthreinsun í nærumhverfinu í Ólafsfirði. Töluvert af rusli var tínt upp og komið á viðeigandi stað.
Eftir hreinsunina var kveiktur varðeldur og þátttakendum var boðið upp á kaffi og pylsur.
Myndir: Visit Olafsfjordur