Laugardaginn næstkomandi 26. október er fyrsti vetrardagur og ber veðrið norðan heiða þess merki að það styttist óðfluga í veturinn.
Á föstudaginn síðastliðinn var hið fegursta haustveður í Héðinsfirði eins og myndirnar bera með sér sem Ragnar Ragnarsson tók þegar hann var á göngu þar með Lisu Dombrowe, en þau eru miklir göngugarpar og fara víða um fjöll og firnindi.
Þess má geta að þau tóku með sér poka til að tína upp rusl sem á vegi þeirra varð og er það svo sannarlega til eftirbreytni.