Hefurðu gaman af því að vinna með unglingum? Hefurðu áhuga á því að taka þátt í að gera samfélagið þitt betra? Finnst þér gaman að læra um nýja menningu? Hefurðu áhuga á náttúru?
Húnaklúbburinn er að leita að æskulýðsleiðtoga í hlutastarfi til að leiða starf klúbbsins frá janúar – desember 2019. Samningurinn yrði gerður til 1 árs með möguleika á framlengingu.
Þekking á umhverfismenntun er ekki nauðsynleg en hins vegar þarf þessi einstaklingur að vera tilbúin/n til að fræðast um íslenska vistkerfið og afþreyingu utandyra á eigin vegum. Þessi einstaklingur þarf að vera tilbúin/n til að ferðast innanlands og utan til þjálfunar og starfsþróunar. Þetta er frábært tækifæri til að vinna með bæði íslensku og alþjóðlegu æskulýðsstarfi, fræðast um umhverfismenntun og hvernig hægt er að styrkja samfélög með því að styrkja ungmennin.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Jessicu á jessica@holar.is eða í síma 611-3549, eða við Tönju á tanja@hunathing.is eða koma við í íþróttamiðstöðinni fyrir frekari upplýsingar.
Húnaklúbburinn er samstarfsverkefni á vegum USVH, Selasetursins og íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnaþings vestra. Markmið klúbbsins er að stuðla að virðingu fyrir náttúrunni með því að nota staðbundna umhverfisfræðslu.