Um síðustu helgi fór fram afmælishátíð TBS, en félagið verður 60 ára á mogun, þann 5.desember. Á föstudeginum var opið hús þar sem yfir 100 manns mættu, nutu samverunnar og léku sér í badmintoni.

Á laugardeginum fór fram afmælismót fyrir 1.- 5.bekk, þar sem um 40 iðkendur félagsins tóku þátt og um miðjan dag var afmæliskaffi þar sem um 100 manns þáðu góðar veitingar.

Áður en afmælishófið hófst heiðraði félagið fimm einstaklinga sem hafa unnið ómetanlegt og óeigingjarnt starf fyrir félagið til fjölda ára. Þetta voru: Anna María Björnsdóttir, Bjarni Sigurður Árnason, María Jóhannsdóttir, Ólafur Helgi Marteinsson og Vilborg Rut Viðarsdóttir.

Heimild og mynd/Frétta- og fræðslusíða UÍF