Námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða í heimsóknaverkefnum verður haldið í húsnæði Rauða krossins við Strandgötu 23 á Ólafsfirði og fer fram miðvikudaginn 13. mars klukkan 17-19.
Heimsóknavinir eru verkefni sem snýst um að heimsækja fólk á heimili þess, stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Beiðnir eru breytilegar, en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafanna eins og kostur er.
Viðmið er að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvar heimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.
Nánari upplýsingar má fá hjá Sóley, verkefnastjóra, í síma 570-4272 eða tölvupósti á soleybs@redcross.is
Hægt að skrá sig á námskeiðið: HÉR