• 700 g nautahakk
 • 2 egg
 • 100 g fínrifinn parmesan
 • um 2 dl vatn
 • 2 tsk salt
 • svartur og hvítur pipar

Blandið öllum hráefnum saman (skella öllu í hrærivélina og læt hana taka nokkra snúninga) og mótið 9 buff.

Steikið í 4-5 mínútur á hvorri hlið í vel af smjöri (eða smjörlíki). Takið buffin af pönnunni og gerið sósuna.

Sósa:

 • 2 dl vatn
 • 1-2 msk kálfakraftur (kalv fond)
 • 2 dl rjómi
 • 2 dl mjólk
 • smá skvetta af sojasósu
 • smá rifsberjahlaup
 • maizena (til að þykkja)

Hellið vatninu á pönnuna sem buffin voru steikt í (ekki hreinsa pönnuna áður) og bætið kálfakraftinum saman við. Ef þurfa þykir má síðan hella soðinu í gegnum sigti og setja það svo aftur á pönnuna.

Hrærið rjóma og mjólk saman við og leyfið að sjóða í nokkrar mínútur. Smakkið til með sojasósu og rifsberjahlaupi. Þykkið sósuna með maizena og látið parmesanbuffin að lokum í sósuna og sjóðið saman við vægan hita í nokkrar mínútur.

Parmesanbuff í rjómasósu
Parmesanbuff í rjómasósu
Parmesanbuff í rjómasósu
Parmesanbuff í rjómasósu


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit