Prufudæla á tvær borholur á Reykjatanga (Reykjaskóla) um helgina 23.-24. nóvember og því verður ekkert vatn á hitaveitunni í Hrútafirði laugardaginn 23. nóvember og sunnudaginn 24. nóvember. Aðgerðin hefst um kl. 8 á laugardagsmorgunn og verður vatnslaust allan daginn en hleypt á aftur um kvöldið.  Sama gildir um sunnudaginn. Einhvern tíma getur tekið að koma vatni á alla veituna.

Þjónusturof hitaveitu – ábending til húsráðenda

  1. Hafa þarf í huga að loft getur komist á kerfið þegar vatni er hleypt á að nýju með viðeigandi óhljóðum.
  2. Húsráðendum er bent á að við viðgerðir kunna óhreinindi að fara af stað í lögnum þegar vatni er hleypt á. Því er nauðsynlegt að skola kerfið vel út með því að láta vatn renna um stund. Best er að útskolun fari fram sem næst inntaksstað sé þess kostur.
  3. Sé húsráðandi í vafa um hvernig bregðast á við skal undantekningalaust haft samband við pípulagningameistara.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessu kann að fylgja.

Veitustjóri