Á 629. fundi bæjarráð Fjallabyggðar vísaði bæjarráð erindum frá Magnúsi Magnússyni, fh. unglingadeildarinnar Smástráka, Sóleyju Lilju Magnúsdóttur, fh. Unglingadeildarinnar Djarfs, Maríu Númadóttur fh. Björgunarsveitarinnar Tinds og Ingvari Erlingssyni, fh. Björgunarsveitarinnar Stráka, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október sl. vegna umsókna um styrki fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að veita eftirfarandi styrki:
Unglingadeildin Smástrákar kr. 600.000.
Unglingadeildin Djarfur kr. 600.000.
Björgunarsveitin Tindur kr. 1.000.000.
Björgunarsveitin Strákar 1.000.000.