Það er ávallt nóg um að vera í Hrísey og gerir Ásrún Ýr Gestsdóttir því góð skil með vikulegum pistlum á Hrísey.is.
Gaf hún Trölla.is góðfúslegt leyfi til þess að birta fréttir frá Hrísey
.

Það verða ekki langar föstudagsfréttir í dag þar sem fréttaritari situr í þessum rituðu orðum á bekk í Tívolí í Kaupmannahöfn þar sem 9. og 10.bekkur Hríseyjarskóla er í útskriftarferð! Eru þessar ferðir fyrir löngu orðin hefð, enda hafa elstu bekkirnir farið til Danmerkur u.þ.b. annað hvert ár síðan um aldamótin. 

Það er þó nóg um að vera í Hrísey þó unglingana vanti. Um síðustu helgi var bæði kalt og blautt en þó lét fólk ekkert stoppa sig í sundferðum og göngutúrum. Undirbúningur fyrir sjómannadaginn er í fullum gangi og hefur björgunarsveitin auglýst eftir bökurum á Facebook. Að sjálfsögðu stukku fjöldi sjálfboðaliða af stað að fletta uppskriftarbókum og stefnir í svaka veislu þann 2.júní! Munið að fylgast vel með hérna á viðburðardagatalinu.

Veðrið á að vera með besta móti og hiti nær 20 gráðum en 10 meðaltalið á veðursíðunum segir svona um 16 gráðurnar og sólskin!

Lengri verða fréttirnar ekki í þetta sinn, enda kominn tími á að elta unglingana í næsta tæki!

Njótið helgarinnar kæru lesendur!