Helga Helgadóttir er 46 ára Ólafsfirðingur. Sambýlismaður Helgu er Sölvi Lárusson. Synir hennar eru, Helgi Már 27 ára, Heimir Ingi 22 ára og Aron Máni 15 ára.
Helga er sjúkraliði að mennt, með BA gráðu í þroskaþjálfafræðum frá Háskóla Íslands, hefur lokið þverfaglegu framhaldsnámi á háskólastigi í hugrænni atferlismeðferð (HAM) og lýkur tveggja ára meðferðarmenntun í PMTO foreldrafærni í vor.

Helga starfar við ráðgjöf hjá félagsþjónustu Fjallabyggðar og hefur síðastliðin 8 ár gegnt störfum bæjarfulltrúa í Fjallabyggð, átt sæti í bæjarráði og nefndum, er formaður skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT) og forseti bæjarstjórnar frá desember 2016.

Helga nýtur þess að eyða tíma með fjölskyldu og vinum, ferðast og njóta náttúrunnar.

Áherslumál Helgu eru meðal annars

-Efla enn frekar góða grunnþjónustu sveitarfélagsins.
-Markaðssetja sveitarfélagið sem vænlegan kost fyrir búsetu og hvers konar atvinnustarfsemi.
-Styðja við öflugt og fjölbreytt atvinnulíf sem fyrir er eins og kostur gefst.
-Mikið hefur verið gert í umhverfismálum og halda þarf áfram á sömu braut, ljúka við útrásir og endurbæta holræsaveitur bæjarfélagsins og gera þarf átak í að bæta ásýnd bæjarkjarnanna.
-Efla menningarlíf.
-Stuðla að frekari tækifærum til heilsueflingar íbúa á öllum aldri.
-Viðhalda sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og halda áfram að greiða niður skuldir.
-Þrýsta á styrkingu raforkuflutnings á Eyjafjarðarsvæðið,
-Að sjókvíaeldi verði að veruleika.

**Ljóst er að verkefni næsta kjörtímabils verða ærin eins og endra nær. Gunnar Ingi Birgisson starfandi bæjarstjóri hefur gefið kost á starfskröftum sínum áfram. Tillaga sjálfstæðismanna í Fjallabyggð er að hann verði endurráðinn sem bæjarstjóri ef flokkurinn fær til þess brautargengi.**

 

Frétt fengin af facebooksíðu: Sjálfstæðisflokks Fjallabyggðar