Engar hefðbundnar guðsþjónustur voru í Siglufjarðarkirkju þessi jólin, vegna kórónuveirufaraldursins, en í staðinn voru sendar út helgistundir á aðfangadag og jóladag á útvarpsstöðinni FM Trölla.

Í dag, gamlársdag verður send út á FM Trölla helgistund frá Siglufjarðarkirkju kl. 17.

Sr. Sigurður Ægisson sóknarprestur flytur hugvekju og kirkjukór Siglufjarðar syngur, stjórnandi og undirleikari er Rodrigo J. Thomas, organisti og kórstjóri.


Útsendingartíðni FM Trölla er 103.7 MHz í Eyjafirði, Skagafirði og á Hvammstanga. Svo næst útvarpsstöðin út um allan heim á trolli.is.