Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út fyrir skömmu lista frá aðgerðastjórn Almannavarna yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun og sóttkví eftir póstnúmerum.

Segir þar að í póstnúmerinu 580, Siglufirði séu 5 í sóttkví, hefur þeim því fjölgað um 1 frá 17. apríl. í póstnúmeri 625, Ólafsfirði eru 2 í sóttkví og hefur fjölgað um 1 frá 17. apríl..

Samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is, sem birtust kl. 13:00 í dag eru engin ný smit á Norðurlandi eystra. Í dag eru 2 einstaklingar með smit og 28 í sóttkví á Norðurlandi eystra.

Ef allt gengur eftir eins og vonast er geta íbúar á Norðurlandi eystra tekið fagnandi á móti á sumrinu á morgun með tveimur vikum smitlaus..

Lögreglan vil árétta að mikilvægt er að muna að ennþá eru fyrirmæli um smitvarnir í gangi, svo sem samkomubann og fjarlægðarmörk. Baráttunni er ekki lokið.