Í ljósi aukningar á útbreiðslu COVID-19 kynnti ríkisstjórnin hertar aðgerðir innanlands.
Tíu manna fjöldatakmörkun tekur gildi á miðnætti og á við um alla þá sem eru fæddir fyrir árið 2015.
Líkamsræktarstöðvar munu loka ásamt leikhúsum, börum, spilasölum og kvikmyndahúsum.
Skólastarf er bannað frá og með deginum í dag til 1. apríl á öllum skólastigum nema leikskólum.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að byrjað verði að bólusetja með AstraZeneca að nýju og hægt verði að bólusetja alla heilbrigðisstarfsmenn og fólk eldra en 70 á næstu tveimur vikum. Einnig að stefnt er á að bólusetja þjóðina fyrir lok júlí.
Fyrirkomulagið mun gilda í þrjár vikur.