Hátíðleg stemming verður í miðbæ Ólafsfjarðar föstudaginn 8. des n.k. og hefst gleðin í jólabænum kl. 19:30.

Í Tjarnarborg verður ýmis varningur til sölu ásamt því að klukkan 21:30 verður lifandi tónlist og frítt inn fyrir alla. Opið verður í Arion húsinu og þar verður ýmis varningur til sölu. Opið verður hjá Gallerý Uglu og Smíðakompu Kristínar. Jólahúsin verða á sínum stað þar sem ýmislegt skemmtilegt verður til sölu.

Húlla Dúlla verður með atriði á Aðalgötunni klukkan 20:15 og 21:45 og síðan verður Dans Studio sem eru nemendur í 5.-10. bekk með dans sýningu í pálshúsi klukkan 20:30. Kápukórinn verður á sínum stað og kemur okkur í jólaskapið. Kaffi Klara verður með jólaplattann í boði ásamt jólaglögg, lengri opnunartími verður í Kjörbúðinni.

Slökkvilið Fjallabyggðar verður á svæðinu og MTR verður með haustsýningu. Pálshús verður með jólasveinasafn Egils, jólaglögg og tertu. 

FM Trölli FM 103.7 verður á jólalegum nótum allt kvöldið. Hægt er að hlusta út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com



Hér er frétt frá desember 2019 með myndum frá jólakvöldinu það ár.

Gleði og gaman í jólabænum Ólafsfirði