Fjárræktarfélag Fljótamanna hélt sinn árlega sýningar- og söludag um síðustu helgi. Fljótamenn komu þá saman hjá þeim sómahjónum Bergþóru Pétursdóttur og Gunnari Steingrímssyni bændum í Stóra-Holti.
Þar bera Fljótamenn saman fé sitt, sýna og selja sveitungum sínum. Einnig buðu Fljótakonur upp á frábærar veitingar.
Örn í Ökrum stjórnaði gleðskapnum sem tókst í alla staði vel.
Meðfylgjandi eru myndir sem Halldór Gunnar Hálfdansson bóndi á Molastöðum tók.

Að venju fór allt fram undir dyggri stjórn Arnar í Ökrum

Þeir Hannibal Páll Jónsson, Skarphéðinn Jónsson, Hans-Gunni Kleist, Mikael Jens Halldórsson og Kristinn Knörr Jóhannesson.

.

Örn ásamt gestadómurum í hrútaþukli þeim Andra Atlasyni frá Syðri-Hofdölum og Þórarni Halldórssyni frá Ytri-Hofdölum.

.

.

Hlaðið borð af veitingum í boði Fljótakvenna.

Guðmundur Halldór Jónsson, Rúna Júlíusdóttir, Ólafur Ísar Jóhannesson og Jóhannes H. Ríkharðsson.

Sigtryggur Kristjánsson.
Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Halldór Gunnar Hálfdansson