Að gefnu tilefni vill Húnaþing vestra benda á að lausaganga hunda í þéttbýli er bönnuð.
Borið hefur á lausagöngu hunda og því að hundaeigendur hirði ekki upp eftir hunda sína þegar þeir gera stykki sín á opnum svæðum sveitarfélagsins, einkalóðum, útivistarsvæðum og gönguleiðum sem þar eru.
Hundaskítur getur borið smit á milli hunda og er afar óþrifalegur og hvimleiður fyrir íbúa og gesti sveitarfélagsins.
Við viljum vinsamlega biðla til hundaeigenda að virða reglur um hundahald.
Sjá reglur um hundahald