Nýtt lag frá Hjálmum – Morgunóður er komið út og í spilun á FM Trölla.
Hinn ástsæli hljómsveitarhópur Hjálmar fagnar sumrinu með útgáfu nýs lags, Morgunóður, sem kom út föstudaginn 23. maí. Lagið er eftir Þorstein Einarsson, sem syngur og leikur á gítar í laginu.
Morgunóður er upplyftandi morgunkveðja sem fangar kjarnann í því sem Hjálmar hafa staðið fyrir frá upphafi – hlýja tóna, vandaða textagerð og fyrsta flokks hljóðfæraleik.
Hjálmar í þessu lagi eru:
- Þorsteinn Einarsson – Söngur, gítar
- Sigurður Guðmundsson – Hljómborð, raddir
- Guðmundur Kristinn Jónsson – Gítar
- Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson – Bassi
- Helgi Svavar Helgason – Trommur
Sérstakir gestir:
- Óskar Guðjónsson – Saxófónn
- Eiríkur Orri Ólafsson – Trompet
- Rakel Sigurðardóttir – Raddir
Gestur Sveinsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson sáu um upptökur, hljóðblöndun og hljómjöfnun. Upptökur fóru fram í Flóka, Hljóðrita og Skammarkróknum.
Morgunóður er fáanlegt á öllum helstu streymisveitum.
Aðsent