Hjartarós er nýtt kröftugt popp- rokklag úr smiðju Slagarasveitarinnar sem verður að finna á væntanlegri hljómplötu sveitarinnar.
Hefðbundin uppbygging má segja en allt springur út í viðlaginu þar sem áberandi gítar, hammondorgel, bassi og trommur fara á flug með söngvara og bakröddum.
Textinn er um þann sem glatað hefur hjartarósinni sinni.
Hann hvíslar nafn hennar í sífellu og vill fá hana til baka.

Lagið sömdu Ragnar Karl Ingason og Geir Karlsson en textinn er eftir Skúla Þórðarson.

Eins og í fyrri lögum Slagarasveitarinnar var það Halldór Ágúst Björnsson sem rekur Studeó Neptunus sem stjórnaði upptökum og annaðist forritun.

Valdimar Gunnlaugsson syngur lagið, Geir Karlsson spilar á bassa og Ragnar Karl Ingason á kassagítar og syngur raddir ásamt Aldísi Olgu Jóhannesdóttir.

Guðmundur Hólmar Jónsson spilar á rafgítar og Helgi Hannesarson á hammondorgel.

Þess má geta að Slagarasveitin undirbýr tónleika í Iðnó föstudagskvöldið 22. sept. og í Félagasheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 23. sept

Lög sveitarinnar má finna á Spotify og Youtube.

Nánari upplýsingar um Slagarasveitina má finna á facebooksíðu sveitarinnar.

https://www.facebook.com/Slagarasveitin