Á dögunum fór fram hjónavígsla í Bátahúsinu á Siglufirði.
Brúðhjónin Nefeli og Vass eru frá Grikklandi og ferðuðust þau norður til Siglufjarðar til að ganga þar í hjónaband.
Á facebooksíðu Síldarminjasafns Íslands segir að athöfnin hafi verið látlaus en falleg og brúðhjónin alsæl.
Brynja Hafsteinsdóttir gaf parið saman.

Myndir/ Síldaminjasafn Íslands