Vegna Covid faraldursins var Kvennahlaupinu frestað í vor og verður það haldið á morgun, laugardaginn 11. september.

Líkt og undanfarin 17 ár er það Umf Glói sem sér um framkvæmdina á Siglufirði..

Líkt og síðustu ár verður hlaupið frá Rauðkutorgi kl. 11.00 og þegar komið er í mark bíður gómsætt og svalandi ávaxtahlaðborð.

Vakin er athygli á að í fyrra voru gerðar þær breytingar að ekki eru seldir bolir á hlaupastöðunum heldur þarf að panta þá í gegnum tix.is, en það má mæta í bolum frá fyrri árum og greiða þá aðeins þátttökugjald.

Þátttökugjald fyrir börn að 12 ára aldri er 500 kr og fyrir eldri 1.500 kr.

Mynd/ Umf Glói