Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga óskaði eftir því við Bæjarráð Fjallabyggðar að fá leyfi fyrir hönd MTR til að setja upp rafbíla-hleðslustöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans við norðurgafl hússins.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og lýsir ánægju sinni með að MTR skuli setja upp hleðslustöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans.

Nýlega var hraðhleðslustöð sett upp á lóð Olís að Tjarnargötu 6 á Siglufirði.
Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir