Hestamannafélagið Gnýfari í Ólafsfirði hefur óskað þess að Fjallabyggð greiði félaginu fyrirfram rekstrarstyrki næstu ára til að greiða niður skuld félagsins við Arion banka. Skuldin er tilkomin vegna byggingu reiðskemmu félagsins. Einnig er óskað eftir því að gengið verði frá kaldavatnsinntaki víð skemmuna án íþyngjandi kostnaðar fyrir félagið.

Bæjarráð tók ekki afstöðu til þessarar beiðni en samþykkti að fresta erindinu til næsta fundar.

Samstarfssamningur Fjallabyggðar við Hestamannafélagið Gnýfara í Ólafsfirði er að á samningstímabilinu 2017-2019 verði rekstrarstyrkurinn 1.200.000 kr.

 

Frétt og mynd: Kristín Sigurjónsdóttir