Hljómsveitin Mersier samanstendur af Inga, Degi, Oliver, Aðalgeiri, og Sævari. Fyrstu meðlimir hljómsveitarinnar komu saman á Akanesi árið 2019 þar sem fyrstu lögin fyrir fyrstu breiðskífu þeirra voru samin. Hljómsveitin fluttist árið 2020 til Reykjavíkur þar sem fleiri meðlimir gengu til liðs við hljómsveitina. 

Mersier spilar progressive rock og metal innblásið af hljómsveitum á borð við Gojira, Rabea Massad, Sigur Rós, og Sólstafi með áherslur á ambient hljóðfæraspil og melódískar laglínur.

Í mars árið 2022 hóf hljómsveitin upptökur í hljóðveri á fyrstu breiðskífu sinni “Carved In Stone”.
Leyndarmál er fyrsta útgefna lagið af plötunni og frá hljómsveitinni sjálfri. 

Lagið fjallar í grófum dráttum um léttir á andlegum fjötrum sem fólk á til að bera með sér með því að opna sig og tala um þá. Hljóðheimur þess hallar töluvert mikið í átt að ambient rokki. Þetta er eina lagið sem hljómsveitin hefur hingað til samið á íslensku, en flest eru þau á ensku. 

Lagið verður frumflutt í þættinum Tónlistin sem er á dagskrá FM Trölla klukkan 13:00 til 14:00 á sunnudögum.