Blika.is fer yfir veðurhorfurnar á Sumardaginn fyrsta.
Segir þar að sennilega verði hvað hlýjast í dag á Vesturlandi, mögulega Borgarfirði eða til landsins vestantil á Norðurlandi.
Hiti mældist 11,5°C á Hvanneyri skömmu eftir sólarupprás kl. 7.
Veðurstofa Íslands segir að veðurhorfur á landinu sé austlæg átt, 3-10 m/s, en 10-15 syðst. Léttir til, en þokuloft við A-ströndina. Þykknar upp S- og A-til og fer að rigna í kvöld. Hiti 8 til 17 stig síðdegis, svalast á Austfjörðum.
Þurrt um landið N-vert framan af degi á morgun, en annars rigning á köflum, einkum þó síðdegis. Heldur svalara.
Forsíðumynd: Blika.is
Skjáskot: Veðurstofa Íslands