Löngum og vænum hlýindakafla fyrir norðan og austan fer senn að ljúka.

Spáð er háloftalægð um helgina með svalara lofti og bleytu. Sunnan og vestanlands lítur út fyrir vætu, 10 – 15 mm á sunnudag.

Síðan mjög svo kólnandi eins og spá Bliku.is sýnir glöggt.

Um verslunarmannahelgina, í það minnsta framan að henni, eru metnar um 50 – 60 % líkur á NA-átt með hringsóli lægðar við Færeyjar. Slíka klassíska NA-átt höfum við varla séð hér frá því um 10. – 15. júní.

“Eins og hún getur nú verið algeng á sumrin – en af flestum fremur illa þokkuð” segir á Bliku.