Siglfirðingarnir Sturlaugur Kristjánsson og Daníel Pétur Daníelsson, jafnan nefndir Stúlli og Danni ætla að troða upp á Eldi í Húnaþingi og stjórna þar brekkusöng.

Brekkusöngurinn fer fram föstudaginn 23. júlí frá kl. 20:30 – 21:30 í Kirkjuhvammi við Hvammstanga.

Vakin er athygli á því að söngtextar fyrir brekkusönginn með þeim félögum eru komnir á heimasíðu Eldsins. Hægt er að fletta í textunum í símanum, nú eða hreinlega prenta þá út og hafa meðferðis. Smellið hér.

Sjá dagskrá Elds í Húnaþingi: HÉR

Forsíðumynd/ af vefsíðu Eldsins