Ágætu íbúar Fjallabyggðar.

Vel gengur með bólusetningar gegn Covid 19 í Fjallabyggð.  Nú er komið að yngri árgöngum og búið að draga út röðun árganga í áframhaldandi bólusetningum.  Hægt er að sjá á heimasíðu HSN.is hvernig röðunin er í hverju sveitafélagi fyrir sig. 

Framkvæmdin verður þannig að boð berast í síma viðkomandi (SMS) með upplýsingum um tíma- og staðsetningu bólusetningarinnar.  Við viljum biðja ykkur íbúa Fjallabyggðar að vera vakandi yfir þessum boðum og ennfremur að sjá til þess að símanúmerin ykkar séu skráð á ykkar svæði inn á Heilsuvera.is.  Ef engin símanúmer eru tengd nafni verður mjög erfitt að boða ykkur. 

Bóluefnin eru mjög dýrmæt og viðkvæm í meðhöndlun.  Þau endast einungis örfáa klukkustundir eftir að þau eru komin í sprautur, því þurfum við að hafa hraðar hendur og mjög mikilvægt að ekkert fari til spillis.  Ábyrgð okkar er sameiginleg að nýta bóluefnið sem best og við biðjum ykkur að láta vita í tíma ef úthlutaður tími nýtist eða henti ekki í síma 460 2100.

Með fyrirfram þökk

Valþór Stefánsson yfirlæknir í Fjallabyggð
Anna S. Gilsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur í Fjallabyggð

To residents of Fjallabyggð – 

Randomized vaccinations coming

The Covid 19 Vaccinations at Health Care Institution of North Iceland (HSN) are going well.  The upcoming weeks, HSN will vaccinate those who remain on priority lists and initiate random vaccinations.  A different order of cohorts has been extracted and available here in the link handahof_bolusetning_hsn_2021.pdf. How fast the Vaccinations progresses depend on the amount of vaccine received and the size of the cohorts. The link will be updated weekly so that it will be possible to monitor how far the queue has reached each location.

Individuals in vaccination groups will be notified of their vaccination appointment with a message stating where and when the person in question should attend. The notification is via text messages, messages on Heilsuvera or by other means. It is important to have your telephone/mobile number registered in your medical records to ensure that you receive the message. We therefore want to encourage all residents of Fjallabyggð to be vigilant about these messages and to ensure that your telephone number are registered in your area on Heilsuvera.is.

Our responsibility is to make the best use of the vaccine and we kindly ask you to let us know in time if the appointed time is not suitable by calling 460 2100.

NOTE! It is highly important that your phone number is registered on Heilsuvera.is otherwise it can be very difficult to reach you.

Með fyrirfram þökk

Valþór Stefánsson yfirlæknir í Fjallabyggð
Anna S. Gilsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur í Fjallabyggð