HRÖNN AXELSDÓTTIR
Isthmus Zapotec, Mexico.

Ljósmyndasýning á KAFFI KLÖRU, Ólafsfirði 23. júlí – 13. ágúst 2021.

OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 8 – 17.

Listamaðurinn verður á staðnum þann 23. ágúst, kl. 14 – 17.

FRÉTTATILKYNNING:

Ljósmyndasýning á Kaffi Klöru.

Hrönn Axelsdóttir er fædd 1959 í Hafnarfirði.

Hún fór eftir studentspróf erlendis til náms. Hún er með BFA í ljósmyndun frá Rochecter Institute of Technology, NY, og MFA gráðu í listum frá Stonybrook Háskóla, NY,USA.

Hún hefur einnig fengið styrki til ljósmyndaverkefna þ.á.m. í Mexico, þar sem þessar myndir eru teknar.

Hrönn bjó og vann, m.a. hjá Newsweek 1997 – 2005 í New York, einnig bjó hún um tíma í Oaxaca frá 1993 – 95. 2013 flutti Hrönn til baka til Íslands og hefur verið hér síðan.

Þessar myndir voru teknar í 13.000 manna bæ á Tehuantepec svæðinu í Oaxaca suður Mexíkó frá 1993 – 1995.

Fólkið sem bjó þar var af Zapotec þjóðflokki og mjög hefðbundið. Öll hlutverk voru vel skilgreind, það var fylgst vel með hvernig strákar höguðu sér, ef þeir voru kvenlegir í fasi þá voru þeir kallaðir “muxe” sem þýddi að það var litið á þá sem nokkurs konar kvenmenn en eiginlega voru þeir þriðja kynið. Þeir voru taldir vera mjög góðir í hinum “kvenlegu” fögum eins og til dæmis að bródera, hárgreiðslu, undirbúa veislur og fleira. Allir sem ég þekkti til samþykktu þetta hlutverk. Það var einnig fylgst með stelpum, móðirin passaði upp á að hún væri hrein mey við giftingu eða þegar hún var numin á brott, annað var hneisa fyrir fjölskylduna. Ef að kona vildi vera með öðrum konum, þá þurfti hún að eignast eitt barn áður en hún sýndi sig sem samkynhneigða.

Annars gekk lífið sinn vanagang í þessu þorpi.

Aðsent.