Hlýtt var á landinu í júní og tíð hagstæð. Hlýjast var á Norðausturlandi en tiltölulega svalara suðvestanlands.
Vindur og úrkoma voru víðast hvar nærri meðallagi segir á vedur.is.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í júní var 10,2 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,1 stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 11,1 stig, 2,0 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 1,1 stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 9,4 stig og 10,0 stig á Höfn í Hornafirði.

Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.

stöðmeðalhiti °Cvik 1961-1990 °Cröðafvik 2010-2019 °C
Reykjavík10,21,224 til 251500,1
Stykkishólmur9,41,3251750,1
Bolungarvík8,91,8231230,3
Grímsey7,92,015 til 161470,7
Akureyri11,12,0111401,1
Egilsstaðir10,11,312 til 13661,0
Dalatangi7,10,920820,1
Teigarhorn8,61,4121480,7
Höfn í Hornaf.10,00,8
Stórhöfði8,90,9401440,2
Hveravellir6,61,81356-0,1
Árnes10,31,037 til 381410,0

Meðalhiti og vik (°C) í júní 2020

Hlýtt var á landinu í júní. Að tiltölu var hlýjast á Norðausturlandi en að tiltölu kaldast á hálendinu sunnanverðu. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 1,3 stig á Rauðanúpi. Neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest -0,8 stig í Þúfuveri.

Hitavik sjálfvirkra stöðva í júní miðað við síðustu tíu ár (2010–2019).

Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Torfum í Eyjafirði 11,1 stig en lægstur 3,5 stig á Gagnheiði. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 6,4 stig í Seley.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 24,2 stig á Mörk í Landi þ. 28. Mest frost í mánuðinum mældist -6,3 stig á Gagnheiði þ. 6. Mest frost í byggð mældist -4,6 stig á Reykjum í Fnjóskadal þ. 6.

Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 49,6 mm sem er rétt undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 31,1 mm sem er 10% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 54,8 mm og 113,2 mm á Höfn í Hornafirði.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meira í Reykjavík voru 13, tveimur fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 10 daga sem er fjórum fleiri en í meðalári.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 167,4 sem er 6,1 stund yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 222,4, sem er 45,8 stundum fleiri en í meðalári.

Vindur

Vindur á landsvísu var 0,1 m/s yfir meðallagi.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1013,4 hPa og er það 3,3 hPa yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 1034,2 hPa á Önundarhorni þ. 11. Lægstur mældist loftþrýstingurinn 993,6 hPa í Bolungarvík þ. 22.

Fyrstu sex mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu sex mánuði ársins var 3,7 stig sem er 0,7 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,5 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 39.sæti á lista 150 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna sex 3,1 stig. Það er 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 29. sæti á lista 140 ára. Úrkoman hefur verið 17% umfram meðallag í Reykjavík, en 33% umfram meðallag á Akureyri.

Skjöl fyrir júní

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í júní 2020 (textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á þremur ákveðnum veðurstöðvum er hægt að sækja í sérstaka töflu.