Hollvinafélag Kvíabekkjarkirkju í Ólafsfirði vinnur nú að því að endurbyggja kirkjuna.

Að undanförnu hafa meðlimir í félaginu fjarlægt gólf, bekki, orgel og aðra innanstokksmuni úr kirkjunni til að undirbúa að henni verði lyft af grunni til að steypa undir hana.

Kirkjan var upphaflega byggð árið 1892 og var endurbætt nokkrum sinnum á síðustu öld.

Þrátt fyrir ytri breytingar er hún að mestu upprunaleg að innan og nú stendur til að klæða hana aftur með timbri.

Hópurinn á forsíðumyndinni stóð vaktina þegar Björn Valdimarsson leit við í á Kvíabekk á laugardagsmorguninn og það var nóg að gera hjá þeim en þau gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir Björn. Á mynd eru, Kamilla, Ásta, Erla, Anna María, Gunnar, Svanfríður og Hjalti Bergsteinn sem heldur á dóttur sinni.

Hægt er að skoða fleiri myndir eftir Björn Valdimarsson á netsíðu hans: HÉR

Kvíarbekkjarkirkja

Heimild og myndir/ Björn Valdimarsson