36 íbúar við norður hluta Hvanneyrabrautar á Siglufirði hafa lagt fram undirskriftalista þar sem farið er fram á það við bæjaryfirvöld og vegagerð að þau láti athuga hraðakstur ökutækja í götunni og geri viðeigandi útbætur.
Mörg börn búa við þessa götu og eru oft nálægt götunni að leik. Sérstaklega er ekið hratt frá grindarhliði, fram hjá sundlauginni og út úr bænum.
Nýlega var sett upp “blikk skilti” þegar ekið er inn í bæinn, það virðist hafa einhver áhrif þegar ekið er í þá akstursstefnu, en alls ekki nægjanleg.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar ábendinguna og felur tæknideild að fara í samstarf við Vegagerðina í að finna leið að úrbótum til að draga úr hraðakstri við Hvanneyrarbraut.
Frétt og mynd: Kristín Sigurjónsdóttir