Hreimur Örn Heimisson er landsmönnum að góðu kunnur fyrir snyrtilega framkomu og söng, m.a. með hljómsveitinni “Land og synir”.
Hreimur söng og spilaði með nokkrum hljómsveitum áður en Land og synir komu til sögunnar, þar má nefna Föroingabandið, Sexappeal, Eins og hinir, Richter og Made in sveitin. Hreimur tók einnig þátt í lokakeppni Eurovision með Vinum Sjonna, hann hefur samið og flutt þjóðhátíðarlög og unnið við ýmis önnur tónlistarverkefni.
Í gær kom út hans fyrsta “sóló” síðan 2012. Lagið heitir “Miðnætursól”, sem er fyrsta smáskífan af komandi plötu sem á að koma út seinna á þessu ári.
Hreimur er að skipuleggja tónleikadagskrá sem hann mun kynna á næstu vikum.
Lagið Miðnætursól er eftir Hreim, bæði lag og texti. Vignir Snær Vigfússon tók upp og útsetti lagið, Benni Brynleifs trommaði og hr. Jón Guðfinnsson plokkar bassann.
Lagið Miðnætursól er nú þegar komið í spilun á FM Trölla.