Í framhaldi af aðgerðum Fjallabyggðar við að færa geymslu- og gámasvæði á nýjan stað á Siglufirði er hafin vinna við frágang svæðinu við öldubrjótinn við Óskarsbryggju. Eftir að gámarnir fóru af svæðinu hefur þó nokkurt af rusli og hlutum verið skilið eftir. Myndir má sjá hér að neðan.
Eigendur þessa eru vinsamlegast beðnir um að fjarlægja þessa hluti af svæðinu eins fljót og auðið er en 1. september verður svæðið hreinsað og þeir hlutir sem það eru komið í geymslu á vegum Fjallabyggðar til 15. september næstkomandi. Eftir það verður þeim fargað.
Hringrás, samstarfsaðili Fjallabyggðar í verkefninu Fegrum Fjallabyggðar, hefur þegar fjarlægt nokkurt magn af járnarusli frá Ólafsfirði. Sú vinna stendur enn yfir. Þegar gámasvæði þar verður hreinsað verður farið í samskonar aðgerðir, eins og hér að ofan greinir.








