Miðvikudaginn 1. ágúst kl.17.00 verður hópurinn sem stendur fyrir Hreyfingu og hamingju í Fjallabyggð með göngu umhverfis Héðinsfjarðarvatn.

Á facebooksíðu hópsins má finna eftirfarandi upplýsingar.

“Vatnið er ekki mjög stórt, aðeins um 1,7 km2 á stærð og eins merkilegt og það er aðeins 3 metrum yfir sjávarmáli. Héðinsfjörður sjálfur er um 6 km langur og 1 km breiður. Bærinn Vatnsendi sem þarna stóð fór í eyði árið 1949 og bærinn Vík í eyði árið 1951. Við ljúkum svo göngunni á bílastæðinu. Förum yfir eitt stórt vað og nokkur lítil, gott að hafa vaðskó því vaðið er grýtt. Hittumst við Vallarhús og sameinumst í bíla, Siglfirðingar hitta okkur bara í Héðinsfirði um 17.15.”

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir og Hreyfing og hamingja í Fjallabyggð