Á dögunum fór fram kynning á þeim Erasmus+ verkefnum sem unnið er að á Íslandi.

Fulltrúar Húnaklúbbsins og Húnaþings vestra sóttu kynninguna og kynntu verkefni sem unnin eru undir forystu Húnaklúbbsins í samstarfi við sveitarfélagið.

“Gaman er að segja frá því að Húnaklúbburinn hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir fyrirmyndarverkefni. Við óskum Jessicu Aquino forsvarskonu Húnakúbbsins og öllum þeim sem starfa með klúbbnum innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu” segir á vefsíðu Húnaþings vestra.

Forsíðumynd /Jessiqa Aquino og Tanja Ennigarð kynna verkefni Húnaklúbbsins.
Myndir/Húnaþing vestra