Í vikunni voru heilmiklar framkvæmdir á Grundargötu 3 á Siglufirði í veðurblíðunni. Það var verið að setja stærri glugga á vinnustofu myndlistarmannsins Brynju Baldursdóttur.
Hún stefnir á að nota vinnurýmið einnig sem Gallery þar sem hún hyggst sína verkin sín. Þá tekur hún niður gardínurnar og býður gesti og gangandi velkomna. Þess á milli verður hún með gardínur fyrir vinnustofunni þar sem hún kýs að vinna í næði. Hún sýnir ekki verk í vinnslu.
Brynja Baldursdóttir er menntuð annarsvegar í myndlistinni við MHÍ (sem heitir núna Listaháskólinn) og hinsvegar við Royal College of Art í London og hefur sýnt víða hér heima og erlendis. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín við hönnun og var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 1993.
Myndir: Brynja Baldursdóttir