Húsnæðisstuðningur tekinn til skoðunar og húsaleigulög endurskoðuð
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað tvo starfshópa til að vinna að skilgreindum verkefnum í takti við skýrslu starfshóps þjóðhagsráðs um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaðinn sem kynnt var í maí. Báðir starfshóparnir skulu skila tillögum fyrir 30. september nk.
„Með þessari vinnu viljum við fylgja eftir áherslum ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum um aukið húsnæðisöryggi og bættan húsnæðisstuðning og á grunni mikilvægra tillagna sem starfshópur á vegum þjóðhagsráðs kynnti í maí. Við væntum þess að taka mikilvæg skref strax í haust enda mikilvægt að taka fast utan um húsnæðismálin og vinna hratt að umbótum,“ segir Sigurður Ingi.
Í skýrslu starfshópsins, sem kynnt var í maí, er lögð áhersla á að auka framboð íbúða til að stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði og aukið húsnæðisöryggi. Gerð er tillaga um húsnæðisáætlun fyrir allt landið og sérstök áhersla lögð á áframhaldandi uppbyggingu almenna íbúðakerfisins og endurskoðun opinbers húsnæðisstuðnings. Þá er í skýrslunni að finna tillögur um virkan og heilbrigðan leigumarkað sem raunverulegan valkost. Starfshóparnir tveir fá nú það hlutverk að vinna að frekari útfærslum á grunni skýrslunnar.
Húsnæðisstuðningur til skoðunar
Starfshópur um húsnæðisstuðning fær það hlutverk að endurskoða beinan húsnæðisstuðning til einstaklinga i formi húsnæðisbóta, vaxtabóta, sérstaks húsnæðisstuðnings sveitarfélaga og skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignasparnaðar.
Í starfshópi um húsnæðisstuðning eru:
- Eygló Harðardóttir, formaður, fulltrúi ráðherra
- Jóhann Baldursson, fulltrúi ráðherra
- Rebekka Valsdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis
- Henný Hinz, fulltrúi forsætisráðuneytis
- Anna Borgþórsdóttir Olsen, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis
- Aldís Hilmarsdóttir, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
- Rún Knútsdóttir, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
- Ása Arnfríður Kristjánsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Arnaldur Sölvi Kristjánsson, fulltrúi Alþýðusambands Íslands
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fulltrúi BSRB
- Anna Rós Sigmundsdóttir, fulltrúi Kennarasambands Íslands
- Vilhjálmur Hilmarsson, fulltrúi Bandalags háskólamanna
- Pall Ásgeir Guðmundsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins
Húsaleigulög endurskoðuð
Starfshópur um endurskoðun húsaleigulaga fær það hlutverk að endurskoða lögin með það að markmiði að bæta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Þar verður m.a. horft til tillagna átakshóps frá janúar 2019 sem áréttaðar eru í skýrslu starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði frá því maí sl. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um endurskoðuð húsaleigulög á næsta þingi.
Í starfshópi um endurskoðun húsaleigulaga eru:
- Andri Björgvin Arnþórsson, formaður, fulltrúi ráðherra
- Jóhann Baldursson, fulltrúi ráðherra
- Ingibjörg Sigríður Elíasdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis
- Gunnar Narfi Gunnarsson, fulltrúi forsætisráðuneytis
- Sólrún Halldóra Þrastardóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis
- Drengur Óla Þorsteinsson, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
- Nánar um skýrslu starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaðinn (19. maí 2022)