Keppt var í Texas Scramble móti Húsasmiðjunnar síðastliðinn sunnudag á SiglóGolf vellinum í Siglufirði. 56 keppendur í 28 liðum ræstu út í góðviðri sem breyttist í sannkallað blíðviðri, 20° hiti og glampandi sól.
Allir keppendur sælir og glaðir með mjög skemmtilegt mót og góðan völl.

.
Þrjú efstu liðin hlutu vegleg verðlaun frá Húsasmiðjunni, og veitt voru nándarverðlaun á þremur holum auk fjölda aukaverðlauna.
Í fyrsta sæti var lið -3. Bryndís Þorsteinsdóttir og Sævar Örn Kárason.
Í öðru sæti var liðið Klemmaborgarar. Ármann Viðar Sigurðsson og Sigurbjörn Þorgeirsson.
Í þriðja sæti voru Austurkóngar. Finnur Heimisson og Finnur Mar Ragnarsson.
Nándarverðlaun á holu 6 hlaut Kjartan Már Kjartansson.
Nándarverðlaun á holu 7 hlaut Heiða Guðnadóttir.
Nándarverðlaun á holu 9 hlaut Þorsteinn Jóhannsson.

.

.
Myndir og heimild: SigloGolf