HMS framkvæmdi þann 17. júlí síðastliðinn endurreikning á öllum umsóknum um húsnæðisbætur. Endurreikningurinn byggir á nýjustu tekju- og eignaupplýsingum frá Skattinum og er liður í reglubundnu eftirliti með húsnæðisbótum sem fer fram fjórum sinnum á ári.
Við endurreikning húsnæðisbóta er gerð ný áætlun á grundvelli fyrirliggjandi gagna, þar á meðal upplýsinga úr staðgreiðsluskrá Skattsins og annarra forsenda sem hafa áhrif á bótarétt.
Umsækjendur munu á næstu dögum fá send bréf með niðurstöðum endurreiknings, ef breyting er á bótafjárhæð frá síðustu tekjuáætlun.
HMS hvetur umsækjendur til að kynna sér niðurstöður endurreikningsins. Ef einhverjar spurningar eða athugasemdir vakna vegna nýrrar tekjuáætlunar, er hægt að hafa samband með tölvupósti á hms@hms.is eða í síma 440-6400.