Þann 28. maí stóðu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) fyrir ráðstefnu um umhverfismál sem bar yfirskriftina Hvað eigum við að gera?
Kveikjan að ráðstefnunni var vinna samtakanna við greiningu kolefnisspors Norðurlands vestra sem nú stendur yfir í samvinnu við Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðings hjá Environice í Borgarnesi. Verkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar fyrir árin 2018 og 2019.
Stefán greindi frá bráðabirgðaniðurstöðum á greiningu sinni á kolefnisspori landshlutans í erindi á ráðstefnunni og er óhætt að segja að fyrstu niðurstöður séu sláandi. Skv. þessum fyrstu útreikningum Environice er heildar kolefnislosun landshlutans 1.774.378 tonn. Skipting losunarinnar er eftirfarandi:
Staðbundin orkunotkun | 14.757 | 0,83% |
Orkunotkun í flutningum | 56.120 | 3,16% |
Meðhöndlun úrgangs | 7.225 | 0,41% |
Iðnaðarferlar | 478 | 0,03% |
Búfé | 118.813 | 6,70% |
Landnotkun | 1.576.378 | 88,88% |
Samtals | 1.774.378 | 100% |