Síldveiðar úti fyrir Norðurlandi heyra sögunni til eins og þekkt er. Þrátt fyrir að síld sé ekki lengur landað í stórum stíl á Siglufirði eða í öðrum norðlenskum höfnum, þá söltum við stóra og fallega síld á planinu við Róaldsbrakka á Siglufirði sumarlangt, ár eftir ár.

En hvernig fer Síldarminjasafn Íslands að því að fá fallega síld til söltunar?

“Árum saman hafa vinir okkar hjá Síldarvinnslan hf. séð okkur fyrir heilfrystri síld – svo bæði síldarstúlkur og safngestir brosa út að eyrum. Hverja sýningu þarf að undirbúa með allt að þriggja sólarhringa fyrirvara, því íslensk veðrátta getur verið óútreiknanleg og síldina þarf að afþýða utandyra áður en henni er komið fyrir í síldarkassanum – og svo þarf að reyna að passa að máfurinn komist ekki í hana á undan síldarstúlkunum!

Síldarsaltanir á planinu væru ómögulegar með öllu ef ekki væri fyrir dýrmætt samstarf við Síldarvinnsluna og Rammann, nú Ísfélagið – sem sömuleiðis hefur frá upphafi liðsinnt okkur um frystipláss fyrir síldarbirgðirnar”.

Myndir/Síldarminjasafnið