Mynd/ Síldarminjasafnið

Í vetur hafa nemendur á unglingastigi Grunnskóla Fjallabyggðar sótt valáfangann “Safn sem námsvettvangur”, hjá Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði.

Námskeiðið miðar að því að fræða nemendur um hlutverk safna, skyldur þeirra og fjölbreytt störf.

Eitt af viðfangsefnum vetrarins var að taka viðtöl við viðmælendur sem upplifðu síldarárin.

Unglingarnir unnu svo úr viðtölunum og ræða efni þeirra í þessum skemmtilega þætti sem verður á dagskrá FM Trölla í dag kl. 17.

Hægt er að hlusta á viðtölin út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Sjá einnig fréttina:

Síldarminjasafnið sem kennsluvettvangur