Hvammshlíðardagatal í fjórða skiptið – gamlar og nýjar ljósmyndir ásamt þjóðlegum fróðleik.
Hversdagslegar, en samt sérstakar myndir í bland við fróðleik í kringum búskap og sveitalífið fyrr og nú – það hefur verið sérstæða Hvammshlíðardagatalsins síðan það kom út í fyrsta skipti haustið 2018. Það ár var tilgangurinn sá að fjármagna kaup á dráttarvél sem tókst vonum framar og blessaður Zetorinn 7245, árg. 1990, hefur komið fram í hverju dagatali síðan.
Að þessu sinni er áherslan lögð sérstaklega á gamlar myndir af kindum og hrossum, margir um landið allt lögðu sitt af mörkum og sendu ljósmyndir. En líka Hvammshlíðarskepnur nútímans og einstaklega fallega náttúran þar í kring koma sterklega fram – ásamt fróðleik um sauðfjárliti, ull og margt fleira. Eins og síðast fylgir “viðauki” með upplýsingum um gamla norræna tímatalið, íslenska merkisdaga og gamlar íslenskar mælieiningar.
Dagatalið er í stóru broti á 28 blaðsíðum og fæst m. a. í Skagfirðingabúðinni á Sauðárkróki og hjá Alþýðulist í Varmahlíð. Ekki síst er hægt að fá þetta sent í pósti hvert sem er – bæði innanlands og til útlanda.
Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð er höfundur og útgefandi, það má panta hjá henni í síma 865 8107 eða í Facebook-skilaboðum. Dagatalið kostar 3.900 kr.