Þetta er algeng spurning frá þeim sem eru að nýta sér samfélagsmiðla til að koma vöru eða þjónustu á framfæri. Vissulega má vinna myndir út um allt á netinu en hættan við þá leið er að höfundarréttur er ríkur og refsingar liggja við því að nota myndir í leyfisleysi. Til að komast hjá slíkum vandræðum borgar sig að finna myndir í skilgreindum myndabönkum. Til dæmis:
https://startupstockphotos.com/
https://nos.twnsnd.co/ Gamlar sögulegar ljósmyndir.
https://magdeleine.co/ Ein ný mynd á dag, hægt að leita eftir litum sem getur komið sé vel
https://www.lifeofpix.com/ Einnig myndbönd.
Ofangreindir myndabankar innihalda ókeypis myndir sem í flestum tilfellum má nota til að útbúa kynningarefni svo sem samfélagsmiðlapósta. Það er ráðlegt að skoða í öllum tilfellum vel notendaskilmála og gæta þess að geta ljósmyndarans þegar myndin er notuð eða hvaðan myndin er fengin ef þess er krafist.
Á þessum síðum ættu flestir að geta fundið myndir við hæfi sem t.d. má nota til að útbúa samfélagsmiðlapósta eins og sýnt er í kennslumyndbandi um notkun Canva kerfisins, sjá hér: http://www.ssnv.is/is/ssnvarp/kynningarefni-med-canva
Einnig er vert að benda á myndabanka sem eru mjög stórir en kosta, annað hvort greitt pr. mynd eða keypt áskrift.
https://www.shutterstock.com Einn stærsti myndabankinn. Góð leitarvirkni, hægt að leita eftir litum. Einnig myndbönd.
https://www.storyblocks.com Hægt að kaupa aðgang og innifalinn í honum eru ákveðinn hluti mynda. Tiltölulega ódýr banki og ágæt leitarvirkni. Einnig myndbönd.