Ný “blaðra” af heitu lofti stefnir nú til okkar úr suðvestri. Loftið er mjög hlýtt á okkar vísu og hlýindin skila sér niður um austan- og norðaustanvert landið. Ýmsir hitabylgjuvísar eru í hárri stöðu í dag og á morgun miðvikudag skrifar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á vefsíðu sína, Blika.is .
“Byrjum á hita í 850 hPa. Honum er spáð 15-16°C austanlands síðdegis í dag. Með allra hæstu gildum þarna uppi í um 1.300 m hæð. Í ágústhítabylgjunni 2004 (hún var ættuð úr suðaustri) súmum við um 13-14°C í þessari hæð.
Þá er það þykktin, eða vísir loftmassahitans. Sjáum kortinu að yfir Austfjörðum lokast hringur 566 dm. Gangi spáin eftir eru þetta með allra hæstu gildum sem um getur við landið. Álitið er að þegar heitast varð á Teigarnhirni 22. júní 1939 (30,5°C) að þá hafi hún verið um 564 dm, en þetta er ágiskun. Gott þykir að sjá 560-562 dm og slíkt gerist aðeins endum og sinnum.
Staðan nú minnir um margt á ágústdaga (9. -10.) 2012, þegar hitinn fór í 28 stig á Eskifirði.
En hversu hlýtt verður í dag og á morgun? Ég mundi giska á 28 til 29°C. Spáð er skýjuðu og sólarlitlu, en léttskýjað á miðvikudag. En allir þættir verða að spila saman og að auki að vera ekki fjarri hæstu stöðu sólar.
Vissulega heiðarleg atlaga að Íslandsmeti hitans, en sjálfur er ég samt þeirrar skoðunar að það takist ekki í þessari góðu tilraun”.