Í boði er að reikna út kolefnissporið þitt fyrir síðastliðna 12 mánuði og fá upplýsingar um hvað þú getur gert til að minnka það með því að smella hér
Á heimasíðu Eflu segir að kolefnisspor sé mælikvarði fyrir losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins.
Helstu gróðurhúsalofttegundirnar sem taldar eru inn í kolefnissporið eru:
Koltvísýringur (CO₂)
Metan (CH4)
Hláturgas (N2O)
Óson (O₃)
Vetnisflúorkolefni (HFC)
Perflúorkolefni (PFC)
Brennisteinshexaflúoríð (SF6)
Þessar lofttegundir hafa mismikil áhrif á hlýnun jarðar, það er hlýnunarstuðull þeirra er mismunandi hár. Þannig er hlýnunarstuðull metans, sem m.a. losnar frá urðunarstöðum, 28-faldur stuðull fyrir koltvísýring yfir 100 ár, og hlýnunarstuðull brennisteinshexaflúoríðs sem t.d. er notað sem einangrunarmiðill á háspennubúnað, er 23.900-faldur stuðull koltvísýrings.
Til að einfalda alla útreikninga og umfjöllun um losun gróðurhúsalofttegunda er því settur fram þessi eini mælikvarði sem við köllum kolefnisspor, sem gefið er upp í tonnum eða kílóum koltvísýringsígilda, skammstafað tonn CO₂ ígildi eða kg CO₂ ígildi. Er þá búið að umreikna allar gróðurhúsalofttegundir sem losna vegna athafna mannsins yfir í koltvísýringsígildi.
Skjáskot: kolefnisreiknir.is